Sagt er að Manchester United sé tilbúið að fara í miklar breytingar á leikmannahópi sínum og fjöldi leikmanna er til sölu.
Sagt er þó að sjö leikmenn séu alls ekki til sölu. Um er að ræða þá Amad Diallo, Kobbie Mainoo, Matthijs de Ligt, Noussair Mazraoui, Leny Yoro og Andre Onana.
Bruno Fernandes fyrirliði liðsins er heldur ekki til sölu og mun félagið ekki selja sinn besta leikmann.
Búist er við að United reyni að losa sig við leikmenn í janúar til að búa til fjármagn fyrir Ruben Amorim til að eyða.
Amorim vill sjálfur fara í miklar breytingar og búast má við fjöri hjá United á markaðnum á næsta ári.