fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. desember 2024 15:25

Hér eru bækurnar sem tilnefndar eru til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðmunur á bókum er í einhverjum tilfellum næstum þrefaldur, jafnvel þegar bókin sem um ræðir er ekki til sölu í lágvöruverðsverslunum. Mikill munur er á bókaverði, ekki bara milli dagvöruverslana og bókabúða, heldur líka milli bókabúða. Penninn-Eymundsson og A4 voru að jafnaði dýrustu staðirnir til að kaupa bækur samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins.

Langstærsta bókaúrvalið var hjá Forlaginu, Bóksölu stúdenta og hjá Eymundsson, með um 750-800 bækur til skoðunar í þessari könnun. Næst komu dagvöruverslanirnar Bónus, Nettó og Hagkaup með 170-200 bækur. Rúmlega 60 bækur voru til í A4, helst barnabækur, og um 30 í Nexus. Þessi samanburður endurspeglar ekki í öllum tilfellum vöruúrval verslananna í heild, heldur fjölda bóka sem voru samanburðarhæfar.

Alls voru 800 bækur til skoðunar í Eymundsson. Þótt verslunin hafi að jafnaði verið í dýrari kantinum var engu að síður lægsta verðið á 25 bókum þar. Til dæmis fékkst bókin Maðurinn með strik fyrir varir þar á 1.999kr, en hún kostaði 5.490kr hjá Forlaginu. Aftur á móti seldi Forlagið Ást Múmínálfanna á 999kr, en hún kostaði 2.599kr hjá Eymundsson. Bóksala stúdenta bauð Björn Pálsson: Flugmaður og þjóðsagnapersóna á 2.995kr, en hún kostaði 8.599kr í Eymundsson. En Allt um heilsuna: Hugmyndir og góð ráð fyrir lífið sjálft kostaði 2.295kr í Bóksölunni en aðeins 990kr í Eymundsson. Forlagið verðlagði hana á 890kr en hún er sem stendur uppseld hjá þeim.

Með öðrum orðum: verðmunur á stökum bókum getur verið annar en meðalverðin segja til um. Upplagt er að nota Nappið, smáforrit verðlagseftirlitsins, eða heimasíðu þess, verdlagseftirlit.is, til að fletta upp verði á bókum áður en verslað er.

Bónus og Nettó í verðstríði

Hagkaup, Nettó og Bónus hafa byrjað jólabókasölu sína og var verð á nærri tvö hundruð bókum skoðað í verslununum þremur. Verðstríð á jólabókum hefur verið í gangi milli Bónus og Nettó og er vart sjónarmunur á bókaverði verslananna tveggja; Í Bónus voru bækur að meðaltali 0,03% dýrari en lægsta verð og í Nettó 0,3%. Í Hagkaup var verð á bókum að meðaltali 12% hærra en lægsta verð.

 

Spil dýrust í Leikfangalandi

Bónus bauð lægsta verð á spilum en með afar takmörkuðu úrvali. Aðeins fundust 17 spil til samanburðar þar en 52 spil voru skoðuð í Spilavinum, 45 í Hagkaup, 42 í Nexus og ELKO, 30 í Margt og mikið, 29 í A4, 25 í Leikfangalandi og 11 í Eymundsson. Aftur er vert að taka fram að þetta eru ekki öll spilin sem fást í umræddum verslunum – úrvalið getur eðlilega verið mun meira, en hér var sjónum beint að þeim spilum sem finna mátti víðast.

Í Leikfangalandi voru spil að jafnaði dýrust, eða 42% dýrari en þar sem þau voru ódýrust. Í A4 voru spil mun hagkvæmari kaup en bækur, eða um 8% dýrari en þar sem sömu spil voru ódýrust.

 

Costco ýmist með dýrari eða ódýrari bækur

Einhverjar bækur úr samanburðinum mátti finna líka í Costco, en þær voru ýmist ódýrari eða dýrari en í öðrum verslunum sem til athugunar voru nú. Bókin InnSæi var til dæmis helmingi ódýrari en í Eymundsson, 2.299kr á móti 4.599kr. Hins vegar var Pési og Pippa – stóra orðabókin 20% ódýrari í Eymundsson en í Costco – 3.999 á móti 4.999kr. Forlagið seldi þá bók á 3.590kr, en hins vegar kostaði Lára bakar 1.699kr í Costco en 2.490kr í Forlaginu. Og svo framvegis. Meðaltöl gefa litlar upplýsingar þegar um svo lítið úrval og svo fjölbreytilegan verðmun er að ræða.

Þegar verð á 90 Legó-kössum var borið saman milli Hagkaup, Coolshop.is, Leikfangalands, Costco og Kubbabúðarinnar var verð iðulega lægst í Hagkaup og Kubbabúðin skammt undan. Þrjár vörur voru til í Costco – stærri kassar sem voru fjórðungi til helmingi ódýrari en í öðrum verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“