Stuðningsmenn Liverpool eru margir að fá nóg af Darwin Nunez en framherjinn hefur ekki verið að finna taktinn á þessu tímabili.
Nunez er á sínu öðru tímabili á Anfield en hefur ekki náð flugi.
Nunez fær mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína gegn Girona í gær og eru stuðningsmenn Liverpool farnir að líkja honum við Rickie Lambert, Fabio Borini og Mario Balotelli hjá félaginu.
Nunez er byrjaður að finna fyrir þessari umræðu og sendi út skilaboð á Instagram um þetta.
„Þetta eru ekki allir, þetta eru sumir. Takk fyrir stuðninginn, við erum öll í þessu saman,“ skrifaði Nunez.
Arne Slot stjóri Liverpool gæti farið að skoða það að losa sig við Nunez sem er ekki lengur í stóru hlutverki hjá félaginu.