Sveindís Jane Jónsdóttir leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins hefur frumsýnt kærasta sinn, Rob Holding leikmann Crystal Palace. Þetta gerði hún í færslu á TikTok.
Sveindís Jane er leikmaður Wolfsburg en Holding er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal.
Holding hefur verið í brekku á sínum ferli undanfarið og sögur verið í gangi um að hann fái ekki lenegur að æfa með aðalliði Palace.
Holding er 29 ára gamall og er sex árum eldri en Sveindís. Hún er búsett í Þýskalandi en Holding býr í London.
Holding var ungur að árum farin að missa hárið en lét græða í sig nýtt hár og er með þétt og gott hár í dag eftir vel heppnaða aðgerð.