fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Þau fundu ástina árið 2024

Fókus
Þriðjudaginn 24. desember 2024 12:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amor var í yfirvinnu þetta árið enda fundu fjölmörg pör ástina. Hér má sjá einstaklingana sem urðu ástfangnir á árinu og voru til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins.

Kári Stef og Eva

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einkaþjálfarinn Eva Bryngeirsdóttir eru eitt af nýju pörum ársins. Eva sagði í færslu á samfélagsmiðlum að lífið er hreinlega betra með Kára.

Inga Lind og Sigurður

Amor skaut örvum sínum í Ingu Lind Karlsdóttur, eiganda framleiðslufyrirtækisins Skot, og viðskiptamannin Sigurð Viðarsson.

Inga Lind er einnig lögfræðingur og fjölmiðlakona. Það er gaman að segja frá því að þau eru æskuvinir. Þau voru í sama grunnskóla og eru í sama þétta vinahóp úr Garðabænum.

Sigurður Viðarsson var forstjóri TM um árabil og varð síðar aðstoðarforstjóri Kviku, en hætti í sumar.

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson

Margret Ýr Ingimarsdóttir og Reynir Finndal Grétarsson fundu ástina í örmum hvors annars. Margrét er kennari og eigandi Hugmyndabankans. Reynir var einn af stofnendum CreditInfo og hagnaðist um tíu milljarða þegar hann seldi 30 prósent í félaginu. Hann á enn þá fjörutíu prósent.

Benedikt Rúnar og Jónbjörg

Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Rúnar Guðmundsson og Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir byrjuðu saman í sumar. Talsverður aldursmunur er á parinu eða 24 ár, Benedikt er fæddur 1972 og Jónbjörg er fædd 1996.

Benedikt er einn reyndasti körfuboltaþjálfari landsins en hann tók í lok maí við liði Tindastóls á Sauðárkróki. Hann er einnig þjálfari kvennalandsliðsins og var valinn þjálfari ársins í Subway deild karla á lokahófi KKÍ í lok maí.

Jónbjörg útskrifaðist með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og stundar nám í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur starfað sem markaðssérfræðingur hjá Datera, stafrænu birtinga- og ráðgjafarfyrirtæki.

Anna Lilja og Gestur

Athafnakonan Anna Lilja Johansen og fjárfestirinn Gestur Breiðfjör Gestsson byrjuðu saman á árinu.

Laufey og Charlie Christie

Tónlistarkonan og súperstjarna okkar Íslendinga, Laufey Lín Jónsdóttir, fann ástina í örmum Charlie Christie. Hann starfar í markaðsteymi hjá útgáfufyrirtækinu Interscope Records.

Gunnar Smári og Oddný Eir

Ástin kviknaði hjá Odd­nýju Eir Ævars­dótt­ur rithöfundi og Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósí­al­ista­flokks­ins, á árinu.

Gunnar Smári er ábyrgðarmaður frétta hjá Samstöðinni, og var einn af eigendum og ritstjóri Fréttatímans.

Oddný Eir lærði heimspeki við Háskóla Íslands og vann í útvarpi samhliða námi. Hún er með meistarapróf í stjórnmálaheimspeki og lauk DEA-prófi frá Sorbonne-háskóla í Frakklandi. Hún hélt doktorsnáminu áfram í EHESS-háskóla Parísarborgar. Oddný Eir hefur starfað lengi á safnavettvangi og í myndlistarheiminum við rannsóknir, ritstjórn, kennslu, skriftir og sýningarstjórnun.

Vala Grand og Brynjólfur

Vala Grand kynntist draumaprinsinum í sumar og byrjuðu þau saman í ágúst. Sá heppni heitir Brynjólfur Gunnarsson og starfar hjá vef­stof­unni Vett­vangi.

Ómar og Eva

Ómar R. Valdimarsson lögmaður og fasteignasalinn Eva Margrét Ásmundsdóttir byrjuðu saman undir lok árs.

Ómar var giftur Margréti Ýri, sem er hér ofar í greininni og byrjaði með Reyni á árinu, en leiðir Ómars og Margrétar skildu í fyrra.

Arnar Gauti og Brynja

Samfélagsmiðlastjörnurnar Arnar Gauti Arnarsson og Brynja Bjarna­dótt­ir And­erim­an fóru úr því að vera vinir í að vera meira en bara vinir. Þau eru yfir sig ástfangin og eru dugleg að ferðast saman.

Arnar og Íris

Rómantíkin var í loftinu í íslenska Eurovision-hópnum en Íris Hólm Jónsdóttir, tónlistar- og leikkona, og Arnar Jónsson tónlistarmaður, fundu ástina í örmum hvors annars. Þau sungu bakraddir fyrir lag Heru Bjarkar,  Scared of Heights.

Íris er yfirkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar, og hefur sungið bakraddir á mörgum tónleikum. Hún er einnig lærður förðunarfræðingur og hefur talsett barnaefni.

Arnar er mögulega þekktastur sem meðlimur strákasveitarinnar Luxor sem gerði garðinn frægan á árunum 2007 til 2008, en sveitin var tilraun Einars Bárðarsonar, umboðsmanns Íslands, til að gera strákaútgáfu af Nylon.

Kristófer Acox og Guðrún Elísabet

Körfuboltakappinn Kristófer Acox og knattspyrnukonan Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir féllu fyrir hvort öðru á árinu.

Lára og Jens

Áhrifavaldurinn Lára Clausen og Jens Hilmar Wessman byrjuðu saman í sumar. Þau eiga von á barni.

Jens Hilmar er elsti sonur auðkýfingsins Róberts Wessman, fjárfesti og forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvotech.

Heiðdís Rós og Med

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir fann ástina í örmum bílasalans Med Laameri.

Heiður Ósk og Davíð

Mynd/Instagram

Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk Eggertsdóttir og þjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason urðu ástfangin á árinu.

Heiður Ósk er annar eigandi Reykjavík Makeup School og snyrtivörumerkisins Chilli in June. Davíð Rúnar er landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox.

Rakel María og Guðmundur

Förðunarfræðingurinn og hlaupadrottningin Rakel María Hjaltadóttir og Guðmundur Lúther Hallgrímsson byrjuðu saman í vor. Þau hafa upplifað alls konar ævintýri saman.

Guðmundur starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu.

Hildur Sif og Páll Orri

Áhrifavaldurinn Hildur Sif Haukdóttir og lögfræðingurinn Páll Orri Pálsson opinberuðu ástina snemma á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu