Dómstóll í Kernsýslu í Kaliforníuríki hefur dæmt Íslendinginn Daníel Gunnarsson í 24 ára fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn barni. Daníel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa myrt þáverandi kærustu sína, Kathryn Pham, með ísexi í bílskúr við heimili stjúpföður síns í bænum Ridgecrest í sólskinsfylkinu.
Dómurinn þýðir að Daníel mun í fyrsta lagi sleppa úr fangelsi eftir um 50 ár.
Skömmu eftir að Daníel hafði verið dæmdur sekur í áðurnefndu morðmáli steig stúlkan fram og sakaði Daníel um að hafa brotið ítrekað á sér á árunum 2016 til 2021 þegar hún var undir lögaldri.
Daníel neitaði sök í málinu en gerði hins vegar dómsátt við ákæruvaldið um að hann féllist á að hljóta dóm fyrir þrjá af tólk ákæruliðum málsins. Fyrir lostafulla háttsemi gegn barni, að þvinga barn undir tíu ára aldri til munnmaka og samneytis og fyrir vörslu barnaníðsefni.
Daníel er 24 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er frá Tékklandi. Hún fluttist til Kaliforníu með Daníel þegar hann var á barnaskólaaldri.
Daníel, sem neitaði sök í málinu, gerði dómsátt við ákæruvaldið um að hann myndi hljóta dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum málsins. Hann hefur því verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri. Hann var einnig ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis, og fyrir fyrir vörslu barnaníðsefnis.