fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. desember 2024 14:30

José vann fyrir Módelsamtökin og sýndi málverk. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkósk kona, búsett á Íslandi, birti nýlega á samfélagsmiðlum fjölda ljósmynda úr fórum föður síns sem var skiptinemi á Íslandi fyrri um hálfri öld síðan. Vildi hún vita hvaða fólk væri um að ræða á myndunum en á þeim voru meðal annars margar af þekktustu fegurðardrottningum og fyrirsætum landsins.

Konan, Laura López, greinir frá því að faðir sinn, José Luis López Ayala, hafi komið til Íslands árið 1974, þá 24 ára gamall skiptinemi.

„Hann varð ástfanginn af landi og þjóð og ég ólst upp við sögur af Íslandi,“ segir hún. Hún flutti sjálf til Íslands fyrir sex árum, þá 26 ára, lærði tungumálið og er hér enn. „Pabbi hefur ekki komið til Íslands í fjörutíu ár en sendi mér nýlega þessar gullfallegu filmumyndir frá íslandsdvölinni. Kannast einhver við fallega unga fólkið á myndunum? Ég veit þau gerðu dvöl pabba míns ógleymanlega,“ spyr hún.

José var skiptinemi á vegum Nemendaskipta þjóðkirkjunnar og vann einnig fyrir Módelsamtökin við auglýsingateiknun. Hann sýndi einnig málverk á málverkasýningum hér á landi eins og kom fram í blaðaumfjöllun árið 1980.

Á ljósmyndunum sem hann sendi má sjá margar af þekktustu fyrirsætum og fegurðardrottningum áttunda áratugarins. Meðal annars Henný Hermannsdóttur, Kristjönu „Jönu“ Geirsdóttur, Elísabetu Guðmundsdóttur og Þuríði Sigurðardóttur söngkonu og sjónvarpsþulu.

 

 

Þórdís Sigurðardóttir.
Hanna Pálsdóttir til vinstri og Brynja [vantar eftirnafn]
Henný Hermannsdóttir sem vann Miss Young International í Japan árið 1970, þá 18 ára gömul.

Þuríður Sigurðardóttir söngkona til vinstri.

Elísabet Guðmundsdóttir efst til vinstri. Henný Hermannsdóttir efst til hægri. Þórdís Sigurðardóttir í miðju til hægri. Anna Kristjánsdóttir fremst til vinstri.

Lengst til vinstri er Kristjana Geirsdóttir, alltaf kölluð Jana, vel þekkt sem veitingastjóri á helstu skemmtistöðum borgarinnar. Meðal annars á Kaffi Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 5 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla