fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. desember 2024 13:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarstjóri á miðjum aldri sem búsettur á Akranesi er ákærður fyrir að hafa um fimm ára skeið nýtt sér andlega fötlun afgreiðslukonu í versluninni til að hafa við hana ítrekuð kynmök. Og láta fjóra aðra menn sem hann kynntist á netinu gera slíkt hið sama, þeir menn eru ekki ákærðir. Maðurinn er einnig ákærður fyrir brot gegn andlega fötluðum unglingssyni konunnar og vinkonu hans.

RÚV greindi frá málinu, en þriggja daga aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Í ákæru kemur fram að brotin munu hafa verið framin á árunum 2016 til 2020, alltaf á heimili konunnar og sonar hennar í Reykjavík. Verslunarstjórinn, yfirmaður konunnar, hafi komið nokkrum sinnum í mánuði í heimsókn og brotið gegn mæðginunum.

„Ákærði notfærði sér að [konan] gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitti hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til [hans] vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar, og misnotaði freklega þá aðstöðu sína að [konan] var honum háð í atvinnu sinni en ákærði var verslunarstjóri í [verslun] þar sem [konan] starfaði við afgreiðslu.“

Braut einnig gegn andlega fötluðum syni konunnar

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn unglingssyni konunnar, sem einnig er andlega fatlaður. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi í  eitt skipti látið soninn vera viðstaddan þegar maðurinn hafði samræði og munnmök við konuna, „undir því yfirskyni að [sonurinn] ætti að læra að stunda kynlíf“.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum með því að spyrja hann ítrekað á árunum 2016 til 2020 um kynlíf hans og gefa honum leiðbeiningar um hvernig hann skyldi stunda kynlíf.

Vildi kenna fötluðum drengnum og kærustu hans hvernig þau ættu að stunda kynlíf

Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum og vinkonu hans með því að hafa, á milli jóla og nýárs 2020, farið inn í herbergi til þeirra þar sem þau voru að stunda kynlíf á bak við luktar dyr, „farið upp að [vinkonunni] þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum [hennar] og gefið [syninum] leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita [vinkonunni] munnmök en ákærði notfærði sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar.“

Í ákærunni kemur ekki fram hversu gamall sonur konunnar og vinkona hans voru þegar maðurinn braut gegn þeim. RÚV segir að ráða megi af ákærunni að sonurinn hafi orðið fimmtán ára um mitt ár 2018, þar sem saksóknari segi að brotin hætti þá að varða við 202. grein almennra hegningarlaga, sem meðal annars kveður á um kynferðislega áreitni gegn barni yngra en fimmtán ára, og byrji í staðinn að varða við barnaverndarlög, sem fjalla um öll börn undir átján ára aldri.

Krefjast samtals ellefu milljóna í bætur

Konan fer fram á fimm milljónir króna í bætur úr hendi mannsins, sonur hennar krefst fjögurra milljóna og kærasta hans tveggja milljóna.

Hinir mennirnir ekki ákærðir

Í ákæru eru tiltekin fjögur tilvik þar sem maðurinn lét aðra karlmenn koma á heimili konunnar og hafa þar mök við hana ásamt honum, og enn eitt skipti þar sem hann hvatti mann til þess sem ekki virðist hafa mætt. 

Kynntist maðurinn einhverjum hinna mannanna í gegnum tiltekna vefsíðu, en nafn hennar er  afmáð úr ákæruskjali sem fjölmiðlar fá afrit af. RÚV segir að nöfn mannanna fjögurra, þar af þrír þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa mök við konuna, séu í ákærunni, þótt nöfnin hafi verið afmáð úr skjalinu.

RÚV spurði Þorbjörgu Sveinsdóttur saksóknara hvers vegna hinir mennirnir væru ekki líka ákærðir í málinu, og segir hana hafa svarað því til að þinghaldið væri lokað og að hún gæti því engar upplýsingar veitt.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður