Jose Mourinho er nú orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Wolves í tyrkneskum miðlum.
Gary O’Neil, stjóri Wolves, er talinn undir pressu en liðið situr í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 15 leiki.
Mourinho er stjóri Fenerbahce í Tyrklandi en samkvæmt fréttum þar í landi er Wolves til í að greiða 5 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Portúgalinn skrifaði undir stóran samning við Fenerbahce fyrir tímabil og er samningsbundinn til 2026, en það hefur vakið athygli að hann hefur töluvert gagnrýnt fótboltann í Tyrklandi.