Undanfarið hefur verið gefið í skyn að tilkynningar sé að vænta frá stórstjörnunni Cristiano Ronaldo en fólk var ekki með á hreinu við hverju ætti að búast. Nú er það komið á hreint.
Ronaldo hefur verið upptekinn undanfarið við að koma á laggirnar Youtube-rás sinni, en þar fékk hann 10 milljónir fylgjenda á fyrsta degi og setti nýtt met.
Nú er þessi 39 ára gamli leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu kominn í nýtt verkefni með fyrirtækinu AVA, sem er með vörur sem snúa að endurheimt og að koma í veg fyrir meiðsli.
„Ég set alla mína reynslu sem íþróttamaður í þetta verkefni og reyni að hjálpa fólki að ná hraðari endurheimt og bæta árangur sinn. Þessar vörur munu fara með ykkur lengra,“ segir meðal annars í tilkynningu Ronaldo, sem má sjá hér að neðan.
Today is the day to tell you that this A is AVA.
A new project in which I am putting all my experience as an athlete to help others improve their recovery and increase their performance. Products to take you further.Discover the products: https://t.co/rwAK31Vk7S… pic.twitter.com/V4bCjpRTXv
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) December 11, 2024