fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 16:30

Ólívuolía er meinholl en það sama verður ekki endilega sagt um aðrar olíur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðnar tegundir vinsælum af matarolíum gætu verið orsakavaldurinn í mikilli aukningu ristilkrabbameins í ungum Bandaríkjamönnum. Þetta kemur fram í opinberri rannsókn vestra.

Ákveðnar tegundir af fræolíum, eins og sólblóma-, kanóla-, maís- og þrúgukjarnaolía, hafa lengi verið tengdar við bólgur í líkamanum. Hin nýja rannsókn, þar sem æxli í áttatíu sjúklingum með ristilkrabbamein, voru rannsökuð virðast benda til þess að þær geti ýtt undir nýja bylgju af áðurnefndu krabbameini.

Vísindamenn komust að því að æxlin innihéldu mikið magn af lífvirkum lípíðum sem verða til þegar líkaminn brýtur niður fræolíur. Þessi lípíð hafa tvennskonar neikvæð áhrif, þau auka á bólgur í líkamanum sem hjálpar krabbameinsfrumum að dafna og þá hamla þau getu líkamans til að berjast við æxlin.

Rétt er að geta þess að fræolíur hafa líka ýmis jákvæð áhrif, eins og að lækka kólesteról í fólki, en hin nýja rannsókn virðist benda til þess að óhófleg notkun þeirra sé beinlínis hættuleg.

Í niðurstöðu rannsóknarinnar hvöttu vísindamenn neytendur til að draga úr notkun fræolía og þess í stað nota aðrar olíur eins og ólífu- og avakadóolíu.

Eins og áður segir hafa greiningar á ristilkrabbameini verið að aukast mikið í ungum Bandaríkjamönnum. Talið er að á tímabilinu 2010-2030 verði aukningin um 90% ef fram heldur sem horfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Talaði Trump af sér?