Stekkjastaur, sonur Grýlu, kemur til byggða í kvöld og gefur góðum börnum gott í skóinn. Vondum gefur hann kartöflu.
Einn af þeim sem minnir fólk á þetta er Theodór Ingi Ólafsson, forstöðumaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Birtir hann skilaboð frá og ljósmynd af Skyrgámi.
„Kæru foreldrar! Viljið þið minna börnin ykkar á að setja skóinn út í glugga í kvöld. Hann Stekkjarstaur bróðir minn kemur færandi hendi næstu nótt.“
Theodór hefur minnt foreldra á komu jólasveinanna undanfarin þrjú ár og birt myndir af þremur jólasveinum. Hyggst hann gera þetta þangað til myndirnar eru orðnar þrettán.