fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. desember 2024 09:00

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand segir að Sir Alex Ferguson hafi bjargað ferlinum sínum er hann var ungur leikmaður hjá Manchester United.

Miðvörðurinn gekk í raðir United frá Leeds 2002 á rúmlega 30 milljónir punda. Varð hann þar með dýrasti leikmaður í sögu Bretlands á þeim tímapunkti. Ferdinand segir þó sjálfur að hegðun hans utan vallar hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann fór mikið út á lífið á kvöldin.

GettyImages

„Ég elskaði að fara út að skemmta mér. Ég var sennilega í versta mögulega umhverfinu hjá West Ham. Sama hvernig leikirnir fóru þá var liðsrútan eins og skemmtistaður. Svo fór ég til Leeds og þar var mun meiri fagmennska, en ég fór samt út að skemmta mér,“ rifjar Ferdinand upp í hlaðvarpi sínu.

„Þegar ég kom fyrst til United meiddist ég á undirbúningstímabilinu, rétt áður en ný leiktíð hófst og var frá í sex vikur. Þá fór ég út öll kvöld. Mig langaði að sjá hvernig andrúmsloftið væri. Stjórinn komst hins vegar að þessu og hann kom mér niður á jörðina: „Ef þig langar að vera hér skaltu passa hvernig þú hagar þér,“ segir Ferdinand og þessi ummæli breyttu öllu.

„Ég áttaði mig á að ef mig langaði að ná árangri yrði ég að haga mér eins og atvinnumaður, passa inn með hinum. Ég áttaði mig á að Gary Neville, Paul Scholes, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru ekki að fara út að skemmta sér og æfingarnar voru ansi góðar. Þarna bætti ég mig og varð betri leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antonio gæti fengið nýjan samning

Antonio gæti fengið nýjan samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað
433Sport
Í gær

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Í gær

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“