Loris Karius, fyrrum markvörður Liverpool og Newcastle, er nú orðaður við óvænt skref í þýskum miðlum.
Hinn 31 árs gamli Karius hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Newcastle í sumar, en hann hefur aldrei náð ferli sínum á flug frá því hann gerði afdrifarík mistök með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid 2018.
Þýska blaðið Bild segir þó að Bayern Munchen sé nú með hann á blaði hjá sér vegna markvarðakrísunnar sem er að eiga sér stað þar.
Manuel Neuer er rifbeinsbrotinn og þá er varamarkmaðurinn Sven Ulreich einnig frá. Daniel Peretz fær traustið sem stendur.
Það gæti því farið svo að félagið næli sér í markvörð til bráðabirgða og spurning hvort Karius sé lausnin í þeim efnum.