Í desember árið 2023 ákváðu Hayden Hardesty og kærastinn hennar að fella fyrsta jólatréð sitt saman í Okanogan-Wenatchee skóginum og gera skemmtilegt stefnumót úr deginum. Samkvæmt vefsíðu skógarins er leyfilegt að höggva tré þar að því gefnu að greitt sé fyrir leyfið.
Þegar þau komu á staðinn sá kærasti Hardesty það sem virtist vera hið „fullkomna“ tré. Snjóþekja var á trénu og því erfitt að meta hversu þétt það var í raun og veru, sérstaklega þar sem þau voru líka að ganga í djúpum snjó.
„Við drógum tréð að bílnum, skelltum því á pallinn og hófum tveggja tíma akstur heim til okkar,“ segir Hardesty. Hins vegar, þegar þau renndu inn í innkeyrsluna áttaði parið sig á því að tréð hafði ekki farið vel í akstrinum.
„Snjórinn hafði bráðnað og það var ljóst að tréð hafði misst nokkrar greinar í flutningnum. Við horfðum bara á hvort annað og skelltum svo upp úr því tréð leit engan veginn út eins og tréð sem við settum á pallinn tveimur klukkustundum fyrr.“
Þegar þau voru búin að bera tréð inn komust þau að því að það var of hátt fyrir stofuna þeirra. Þau báru því tréð aftur út og eyddu 15 mínútum í að rökræða hvað ætti að gera. Að lokum ákváðu þau að klippa toppinn af, með þeim rökum að botninn hefði flestar greinar. Hins vegar, eftir að þau höfðu höggvið af trénu varð það enn skrýtnara og ófullkomið.
„Þegar við klipptum tréð var ekki aftur snúið – við vorum fullkomlega staðráðin í að setja það upp. Við bárum það aftur inn, skelltum víni í glös og byrjuðum að skreyta. Það var satt að segja svo fyndið að taka upp ljósaljósin og reyna að finna greinar til að hengja þau á. Við skemmtum okkur konunglega við að skreyta tréð og að nota þessar örfáu greinar til að hengja upp skraut,“ segir Hardesty í myndbandi á TikTok, sem hefur fengið nærri 25 milljón áhorf.
@ehhhayd Just going to bring this back to life for a second…. Wishing us better luck this weekend ♥️ 🌲 #christmas #christmasdecor #xmastree #christmastree #fyp ♬ Christmas (Baby Please Come Home) – Darlene Love
„Þetta var ekki það sem við ímynduðum okkur, en við enduðum með fyndið, eftirminnilegt tré og frábært kvöld. Þegar við vorum búin að skreyta sátum við í sófanum og hlógum bara að því að þetta yrðu jól sem við myndum aldrei gleyma. Þetta var svo skemmtilegur dagur, fullur af hlátri, sem fékk okkur til að elska tréð meira. Við enduðum með því að hafa það uppi fram í janúar!“
Nýlega komu myndir af trénu upp sem minning í síma Hardesty og hún gat ekki annað en hlegið. Þegar jólin nálguðust ákvað hún að deila myndunum á TikTok fyrir vini sína.
„Ætla bara að deila þessu með ykkur.. Óska okkur góðs gengis um helgina,“ skrifaði hún við færsluna. En henni til undrunar fékk myndbandið nærri 25 milljónir áhorfa og yfir 8 þúsund ummæli.
„ Af athugasemdum sem ég hef lesið, ELSKAR fólk Charlie Brown tréð okkar og finnst það fyndið. Ég er satt að segja hrifin af því hversu marga brandara fólk hefur komið með um einfalt tré,“ bætir hún við. „Sumir af mínum uppáhalds eru: „Við skreytum og við dæmum ekki,“ „Það er svo gaman að vera valinn“.
„Ég vona að mér hafi tekist að dreifa smá jólagleði og fá fólk til að hlæja,“ heldur hún áfram. „Tréð færði bros á andlit okkar og minnti mig á að það er í raun það ófullkomna sem gerir þessi „fullkomnu“ augnablik og hlutina sérstæðari.“
Parið ákvað að kaupa jólatré í ár og reynslunni ríkari voru þau með áætlun til að tryggja að ástandið endurtæki sig ekki. „Við ætlum að loka pallinum á bílnum í þetta sinn.“