fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 06:30

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands hefjast hugsanlega í vetur að sögn Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.

Reuters skýrir frá þessu og segir að Tusk hafi sagt að Pólland muni taka virkan þátt í öllum samningaviðræðum eftir að landið tekur við formennsku ESB þann 1. janúar.

Hann sagði að fulltrúar Póllands muni meðal annars koma að gerð hins pólitíska dagatals og hugsanlega hvernig staðan verður á meðan á friðarviðræðum stendur „en þær hefjast kannski í vetur,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi.

Pólverjar hafa verið einir dyggustu banda- og stuðningsmenn Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið í lok febrúar 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“