Reuters skýrir frá þessu og segir að Tusk hafi sagt að Pólland muni taka virkan þátt í öllum samningaviðræðum eftir að landið tekur við formennsku ESB þann 1. janúar.
Hann sagði að fulltrúar Póllands muni meðal annars koma að gerð hins pólitíska dagatals og hugsanlega hvernig staðan verður á meðan á friðarviðræðum stendur „en þær hefjast kannski í vetur,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi.
Pólverjar hafa verið einir dyggustu banda- og stuðningsmenn Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið í lok febrúar 2022.