Systir hans, Marcella Nasseri, tók þátt í leitinni að honum og hún gafst ekki upp. Fyrr á þessu ári rakst hún á ljósmynd af þessum löngu týnda bróður sínum þar sem hann lá á sjúkrahúsi í Kaliforníu.
Manizak getur ekki lengur talað og hafði legið á sjúkrahúsinu vikum saman eftir að hann fannst sitjandi á gangstétt í Los Angeles.
Þegar hann fannst sagði Marcella að hún „væri himinlifandi að finna hann á lífi“.
En nú hefur málið tekið nýja og ljóta stefnu því nú er komið fram að Manizak er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann var dæmdur fyrir hræðilega glæpi gegn barni yngra en 14 ára árið 1993. Hann sat í fangelsi í þrjú ár og hefur verið á skrá yfir kynferðisbrotamenn allar götur síðan.
MailOnline hefur eftir Marcella að fjölskyldunni hafi brugðið mjög þegar hún frétti af þessu. Hún sagði að afbrot hans nísti í hjartastað en hann sé enn bróðir hennar. „Ég sný ekki baki við holdi mínu og blóði. Ég elska hann og leitaði hans í 25 ár, allt annað er utanaðkomandi hávaði, hann er bróðir minn og ég elska hann,“ sagði hún.