Fyrstu tveimur leikjum kvöldsins er lokið í Meistaradeild Evrópu. Þar tók Girona á móti Liverpool annars vegar og Dinamo Zagreb á móti Celtic hins vegar.
Það var Mohamed Salah sem skoraði eina markið á Spáni af vítapunktinum í hörkuleik, en markið kom af vítapunktinum.
Liverpool er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í Meistaradeildinni og er með 5 stiga forskot á toppnum. Liðið er komið í 16-liða úrslit keppninnar og sleppur því við umspilið eftir áramót.
Það var hins vegar ekkert skorað í leiknum í Króatíu. Celtic er með 9 stig í sautjánda sæti en Dinamo er með stigi minna í 21. sæti.