fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á Suðurlandi fyrir skelfilegt ofbeldi gegn pari á Þorláksmessu og aðfaranótt aðfangadags árið 2021.

Maðurinn er annars vegar ákærður fyrir hótanir og hins vegar fyrir tilraun til manndráps.

Hann er ákærður fyrir að hafa í símtali hótað manni lífláti með því að segja: „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls.“ Hann er ennfremur sakaður um að hafa hótað í símtali þessum manni og konu með orðunum: „Ég drep ykkur bæði.“

Hann er síðan ákærður fyrir tilraun til manndráps, en til vara stórfellda líkamsárás, með því að hafa fyrir miðnætti fimmtudagsins 23. desember og aðfaranótt aðfangadags 24. desember 2021, ruðst inn á heimili, en ákærði fór inn um ólæstar útidyr, reynt að svipta mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og reynt að stinga hann í síðuna, höfuð og háls, en brotaþoli brást við háttsemi ákærða með því að grípa um blað hnífsins og tókst í framhaldi að koma ákærða niður í gólfið. Af framangreindu hlaut brotaþoli sár á vör, sár á vinstra handabaki og lófa.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst miska- og skaðabóta að fjárhæð þrjár milljónir króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag, þann 12. desember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans