fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 13:41

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, ber nú vitni í spillingarmáli sem hefur verið höfðað gegn honum. Málið á sér langan aðdraganda en í dag varð Netanyahu fyrsti forsætisráðherra Ísrael til að svara fyrir sakir í sakamáli.

„Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár, að fá að segja sannleikann eins og ég man hann sem er mikilvægt fyrir réttlætið,“ sagði Netanyahu keikur. Hann tók fram að hann sé eftir sem áður forsætisráðherra og sjaldan eins mikið að gera og einmitt nú þegar Ísrael stendur í átökum á mörgum vígstöðum. Hann segist staddur í leikhúsi fáránleikans að þurfa að svara fyrir þessar gölnu sakir. Hann er sakaður um fjársvik, mútuþægni og trúnaðarsvik. Meðal annars á hann að hafa aðstoðað milljarðamæring í Hollywood í skiptum fyrir milljóna virði af vindlum og kampavíni.

Forsætisráðherrann segir ákæruvaldið í málinu á nornaveiðum. Hann byrjaði mál sitt á því að mála sjálfan sig upp sem einn mikilvægasta einstaklinginn í alþjóðastjórnmálum í dag. Hann vinni myrkrana milli þjóð sinni til hagsbóta. Hvað múturnar varðar þá reykir hann vissulega vindla en hann snerti ekki kampavín. Hann sakar fjölmiðla um aðför gegn sér.

„Aldrei hafa fjölmiðlar í nokkru lýðræðisríki verið jafn hlutdrægir og hér í Ísrael,“ sagði Netanyahu en hann er meðal annars sakaður um að hafa lofað fjölmiðlum hagstæðara regluverki í skiptum fyrir jákvæðan fréttaflutning af honum sjálfum og fjölskyldu hans. Hann tók fram að eiginkona hans hafi líka orðið illa fyrir barðinu á fjölmiðlum. Þar hafi hún hreinlega verið tekin af lífi. Ef hann virkilega ætlaði sér að vinna fjölmiðla á sitt band hefði hann hallað sér að tveggja-ríkja lausn í átökunum við Palestínu. Hefði hann tekið tvo skref til vinstri hefði hann verið hylltur. Það gerði hann ekki. Þess í stað hafi hann staðið vörð um öryggi Ísrael og staðið af sér þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og fjandsamlegum fjölmiðlum.

„Raunverulega ógnin við lýðræðið í Ísrael kemur ekki frá kjörnum fulltrúum heldur frá aðilum innan refsivörslukerfisins sem neita að sætta sig við val kjósenda og eru að standa fyrir valdaráði með rammpólitískum rannsóknum sem eru óviðunandi í lýðræðisríki,“ sagði Netanyahu í yfirlýsingu fyrir helgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun