fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

Eyjan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 12:55

Hluti starfsmanna KAPP og Kami Tech á Pier 90 í Seattle þar sem skrifstofa Kami Tech er staðsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska tæknifyrirtækið KAPP ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. KAPP sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingavinnslu og annan iðnað. Í tilkynningu frá KAPP segir að með kaupunum sé fyrirtækið að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum.

Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfríu stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með KAPP.

Stefnumarkandi kaup

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar KAPP á erlendum mörkuðum. Kami Tech er staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu, kaupin eru liður í aukinni sókn KAPP á vesturströnd Bandaríkjanna.

Lausnir KAPP fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað eru krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður.

Í tilkynningunni frá KAPP segir að sjávarútvegur í Bandaríkjunum sé ekki jafn framsækinn og á Íslandi, segja megi að hann sé um 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.

„KAPP er því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast er við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu.“

KAPP hefur undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska.

KAPP segir kaupin á Kami Tech vera svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. KAPP sé fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega keypti KAPP einnig allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem eykur vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku.

Auka getuna til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku

Með því að sameina krafta KAPP ehf. með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP.

Samruninn við KAPP er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ segir Tom Key, framkvæmdastjóri hjá Kami Tech Inc.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu