fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alvöru karlmenn láta mömmur sínar hringja í öldungardeildarþingmenn fyrir sig,“ skrifaði notandi á samfélagsmiðlinum X og gerði grín að fjölmiðlamanninum Pete Hegseth sem Donald Trump hefur tilnefnt sem næsta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Tilnefning Hegseth er umdeild enda á fjölmiðlamaðurinn sér sögu um öfgakennda áfengisdrykkju, dólgslæti, vanvirðandi framkomu gagnvart konum og árið 2017 var hann sakaður um nauðgun. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli er þó frétt The New York Times sem fjallaði um tölvupóst sem móðir Hegseth hafði skrifað til sonar síns fyrir sex árum. Þar fór móðirin hörðum orðum um fjölmiðlamanninn, gagnrýndi framkomu hans í garð kvenna. Hegseth var á þeim tíma að ganga í gegnum skilnað númer tvö og móðir hans skrifaði: „Ég ber enga virðingu fyrir karlmanni sem lítillækkar, lýgur, er ótrúr og notar konur sér til framdráttar. Þú ert slíkur maður og hefur verið það árum saman.“

Móðir Hegseth gagnrýndi fréttaflutninginn og tók fram að tölvupósturinn hafi verið skrifaður í reiði og hafi hún í beinu framhaldi beðið son sinn afsökunar. En skaðinn var skeður. Hegseth talar mikið fyrir íhaldssömum og kristnum fjölskyldugildum og tölvupóstur móður hans sýndi hversu mikil hræsni það er frá karlmanni sem hefur verið eiginkonum sínum ítrekað ótrúr. Ekki bætti úr skák þegar nauðgunarásökunin var aftur dregin fram í dagsljósið.

Til að bæta ímynd sína fékk Hegseth móður sína með sér í lið og fékk hana til að hringja í öldungardeildarþingmenn og sannfæra þá um að sonur hennar væri góður maður og gott efni í ráðherra. Auk þess hefur Hegseth heitið því að smakka aldrei áfengan dropa aftur.

Þetta átti þó eftir að skemmta skrattanum á netinu, samfélagsmiðlunum sem engu vægja. Þar var Hegseth hafur að háði og spotti fyrir að tala fyrir öfgakenndum hugmyndum um karlmennsku en á sama tíma láta mömmu sína hringja í þingmenn til að redda honum embætti.

  • „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu sína og nú eruð þið öll í klípu.“
  • „Á þetta að vera alpha-maður? Djók, allir ættu að geta þegið aðstoð frá mömmu sinni.“
  • „Alvöru karlastjórnin er mætt“
  • „Ekkert öskrar leiðtogi Pentagon eins og mamma sem hringir fyrir góða strákinn sinn“

Undanfarna daga hefur Hegseth fundað með öldungardeildarþingmönnum repúblikana til að sannfæra þá um að staðfesta skipun sína í embætti. Hegseth hefur einnig verið sakaður um fjármálamisferli í tengslum við rekstur góðgerðasamtaka fyrir uppgjafahermenn. Hegseth neitar sök. Donald Trump stendur enn með tilnefningu sinni. Hann útskýrði í viðtali um helgina:

„Pete er að standa sig vel núna. Ég meina fólk hafði smá áhyggjur. Hann er ungur maður með frábæra ferilskrá. Hann fór í alvörunni bæði í Princeton-háskóla og Harvard. Hann var góður nemandi í báðum skólum en hann elskar herinn og ég held að fólk sé byrjað að sjá það. Svo við munum halda áfram með tilnefningar hans, sem og annarra.“

Trump sagðist bera fullt traust til Hegseth enda sé hann „klár gaur“. Trump tók fram að hann hafi ekki fengið staðfestingu frá öllum öldungardeildarþingmönnum repúblikana um að þeir ætli að standa með tilnefningunni en sagðist vongóður um að það takist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun