Tímarnir breytast og nýjasta slangrið líka. Nú er vinsælt hjá unga fólkinu að segja orð á borð við sigma, bet, salty, cap, rizz og Skibidi toilet. En hvað í ósköpunum þýðir Skibidi toilet og hvenær er það notað?
Hvað er Skibidi toilet?
Skibidi toilet er netsería frá Machinima, sem er í eigu WarnerMedie. Alexey Gerasimov bjó til myndböndin og birti á YouTube á rásinni sinni DaFuq?!Boom!
Í netseríunni er fylgt með stríði á milli klósetta með mannhöfuð og mannlegra persóna með raftæki fyrir höfuð.
Fyrsta myndbandið fór í loftið í febrúar 2023 og í því kemur höfuð úr klósettum og segja skrýtna hluti, eins og „skibidi“ og þar með varð frasinn „skibidi toilet“ vinsæll. Þó fáir viti hvað hann þýðir og hvernig á að nota hann.
Áhorfendur þáttanna eru mestmegnis af kynslóðinni alpha, ungmenni fædd eftir 2010. Netserían er ekki á YouTube Kids, sem er sérstakt YouTube forrit fyrir börn yngri en þrettán ára. En þrátt fyrir það hefur Skibidi toilet notið mikilla vinsælda meðal krakka, sérstaklega grunnskólanema.
En hvað þýðir Skibidi toilet? Ekkert, já þið heyrðuð það rétt, þetta þýðir ekki neitt. Þetta er bara skemmtilegt bull sem er gaman að segja.