Maður um tvítugt, sem skráður er til heimilis í Breiðholti, hefur verið ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn lögreglumönnum við götuna Austurhóla á Selfossi.
Ákært er vegna atvika sem áttu sér stað 27. júní árið 2023. Maðurinn er sakaður um að hafa slegið lögreglumann hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut roða yfir vinstri augasbrún.
Hann er síðan sakaður um að hafa slegið annan lögreglumann tveimur hnefahöggum í höfuðið með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut roða vinstra megin á höfði.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 17. desember næstkomandi.