Vodafone mun byrja að innheimta gjald fyrir öll netföng sem hýst eru í kerfum Sýnar. Þetta kemur fram í tölvupósti til þeirra sem eiga netföng.
Gjaldtakan hefst þann 1. janúar næstkomandi og er mánaðarlegt gjald fyrir hvert netfang verði 1.290 krónur á mánuði. Það er 15.480 krónur á ári.
Í tölvupóstinum kemur fram að þeir viðskiptavinir sem eru með nettengingu hjá Vodafone fái 50 prósenta afslátt af gjaldinu.