fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Trúarleiðtogi sem ætlaði að giftast dóttur sinni dæmdur í 50 ára fangelsi

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 15:30

Samuel Bateman þegar lögregla handtók hann í ágúst 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Bateman, fyrrverandi leiðtogi Fundamentalist Church of Jesus Christ of the Latter-Days Saints (FLDS), hefur verið dæmdur í 50 ára fangelsi. Bateman þessi tók sér tuttugu eiginkonur og þar af voru tíu undir lögaldri, sú yngsta níu ára.

Var Bateman ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum, en Bateman neyddi stúlkurnar til kynferðislegra athafna með sér og öðrum fullorðnum meðlimum safnaðarins.

FLDS er söfnuður sem klauf sig út úr mormónakirkjunni þegar bann var lagt við fjölkvæni í Bandaríkjunum. Bateman er fyrrum stuðningsmaður Warren Jeffs, sem var leiðtogi safnaðarins á undan Bateman.

Bateman var handtekinn á heimili sínu í Colorado City í ágúst 2022. Hann var sagður hafa, í samvinnu fleiri, flutt ungmenni á milli Arizona, Nevada og Nebraska á árunum 2020 til 2021 til að misnota þau kynferðislega.  Var Bateman meðal annars sagður hafa ætlað að kvænast unglingsdóttur sinni.

Í umfjöllun DV um mál hans eftir handtöku hans kom fram að útsendara FBI hafi tekist að ná hljóðupptöku af samtali þar sem Bateman sagði að „himnafaðirinn“ hafi sagt honum að „gefa það dýrmætasta sem hann ætti, meydóm stúlknanna“ til þriggja fullorðinna karlmanna sem fylgdu honum.

Er Bateman sagður hafa horft á þegar mennirnir nauðguðu stúlkunum. Sú yngsta var 12 ára að sögn FBI. Hann hélt því síðan fram að stúlkurnar hefðu „fórnað meydómi sínum fyrir Herrann“.

Þrjár stúlkur sem nú eru á unglingsaldri báru vitni gegn honum í dómsmálinu og lýstu þær skelfilegri meðferð sem þær máttu sæta. Var dómarinn í málinu, Susan Brnovich, ómyrk í máli þegar hún kvað upp 50 ára fangelsisdóminn yfir Bateman.

„Þú ættir aldrei að fá tækifæri til að ganga aftur frjáls og hvað þá að umgangast ungar konur.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu
Pressan
Fyrir 4 dögum

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós