fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Pressan
Laugardaginn 21. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vel skipulagður fataskápur getur gert kraftaverk fyrir þig í amstri hversdagsins og bætt andrúmsloftið í svefnherberginu. En það er sumt sem á aldrei að geyma í fataskáp.

Samkvæmt því sem atvinnufólk í skipulagningu segir þá á aldrei að geyma eftirtalda hluti í fataskáp:

Skítug föt – það að geyma skítug föt í fataskáp gerir hann draslaralegan og getur einnig valdið því að óæskileg lykt (óþefur!) geri vart við sig og þess utan getur þetta laðað skordýr að. Það er því bara að setja óhreinan fatnað í þvottastampinn.

Ónýta skó – ef þú átt skó sem eru mjög slitnir eða óþægilegir, þá er best að losa sig alveg við þá. Skór taka pláss og geta sett skipulagningu skápsins úr skorðum. Geymdu bara þá skó sem þú notar og eru í góðu standi.

Hlutir sem þú hefur ekki notað í rúmlega ár – fatnaður og annað, sem þú hefur ekki notað síðustu tólf mánuðina, er líklega ekki eitthvað nauðsynlegt lengur. Farðu í gegnum þetta og gefðu þetta eða seldu því þú hefur ekki lengur þörf fyrir þetta. Þú losar líka um pláss með þessu.

Íþróttafatnaður og æfingartæki – ef þú notar æfingartækin ekki reglulega, þá skaltu íhuga að geyma þau á betri stað, til dæmis í bílskúrnum. Fataskápurinn í svefnherberginu á að vera fyrir það sem þú notar daglega.

Óopnaðar gjafir – ef þú færð gjafir sem þér líkar ekki við eða eru ekki notaðar, þá skaltu ekki geyma þær í fataskápnum. Þetta tekur pláss og getur gert að verkum að þér finnst skápurinn vera draslaralegur. Íhugaðu hvort þú getir ekki gefið þetta eða selt.

Mikilvæg skjöl og pappírar – það er mikilvægt að vera með gott skipulag á skjölum og pappírum. En fataskápurinn er ekki rétti staðurinn til að geyma þetta á.

Gamlar snyrtivörur – farðu reglulega yfir snyrtivörurnar þínar og hentu þeim sem eru runnar út eða þú notar ekki lengur. Að geyma of mikið af snyrtivörum getur gert skápinn draslaralegan og þess utan tekur þetta dýrmætt pláss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld