Live Science segir að það hafi verið í lok Mars sem bílnum var ekið yfir lítinn stein sem hafi brotnað og opnast. Þetta gerðist í hlíðum Sharp fjalls í miðju Gale gígsins.
Þegar myndavél bílsins var beint að því sem hann hafði ekið yfir, sáu vísindamenn gula kristala. Þeir voru of litlir og viðkvæmir til að bíllinn gæti meðhöndlað þá almennilega en þegar borað var inn í nærliggjandi stein fundust kristalar úr hreinum brennisteini.
Brennisteinn hefur fundist áður á Mars en aðeins í blöndum með öðrum efnum sem eru þekkt sem súlföt.