fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Assad er kominn til Moskvu og heldur dapurri spegilmynd fyrir framan Pútín

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 04:08

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín eru mestu mátar. Mynd: Pixabay(Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sýnir veikleika utanríkisstefnu Kreml að Assad Sýrlandsforseti hrökklaðist frá völdum um helgina. Þess utan er órói víðar á áhrifasvæði Rússa, til dæmis í Kákasus.

Í fyrstu ríkti algjör þögn í rússneskum fjölmiðlum um stöðu mála í Sýrlandi en síðan fóru Kremlverjar að leita að hugsanlegu yfirvarpi sem þeir gætu notað til að skýra fall Assad.

Áður en Assad flúði land hafði Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, reynt að bjarga stjórn Assad en fjölskylda hans hafði setið við völd í rúmlega 50 ár. Á valdatíma föður hans, Hafez al-Assad, komust á náin tengsl við Kreml á áttunda áratugnum.

En Rússum tókst ekki að bjarga stjórn Assad og fall hans þýðir að Kremlverjar verða að skrá í bækur sínar að þeir hafi beðið mikinn ósigur í Miðausturlöndum sem getur haft afleiðingar víða um heim.

Rússar studdu Assad frá 2015 með hernaðaraðstoð í borgarastyrjöldinni í landinu. Framan af leit þetta út fyrir að ætla að heppnast hjá þeim en á sunnudaginn hrundi spilaborgin.

Stuðningsmenn Kremlverja játa að Rússar hafi verið viðriðnir fall Assad. Sergei Markov, skrifaði á Telegram, að fall Assad verði hörmulegt fyrir sýrlensku elítuna og ósigur fyrir Rússland.

Rússneski herinn er undir miklu álagi í Úkraínu og því gátu Rússar ekki skorist af krafti í leikinn í Sýrlandi og þannig stutt við Assad. Wagnerhópurinn, sem lék áður mikilvægt hlutverk fyrir Rússa í Miðausturlöndum, er mun veikari fyrir nú en áður en eigandi hans, Yevgeny Prigozhin, gerði uppreisn gegn Pútín en sú uppreisn kostaði hann lífið.

Jótlandspósturinn segir í umfjöllun um málið að fall Assad þýði að dapurlegri spegilmynd sé haldið upp fyrir framan Pútín. Á síðasta ári tókst honum naumlega að kveða uppreisn Wagnerhópsins niður en sókn hans að Moskvu var í sjálfu sér ekki ólík sókn uppreisnarmanna í Sýrlandi síðustu daga.

Rússar standa einnig frammi fyrir ákveðnum áskorunum í Sýrlandi eftir fall Assad því þeir eru með tvær herstöðvar þar. Önnur er Tartus flotastöðin og hin er Hmeimin flugstöðin. Þær gegna lykilhlutverki í að tryggja stöðu Rússa við Miðjarðarhaf og í Rauða hafinu. Þær eru líka miðstöðvar fyrir aðgerðir þeirra í Afríku.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir að fall Assad sendi þau skilaboð til annara að Rússar séu ekki traustur bandamaður eða verndari og hugsanlega muni þetta ógna samvinnu Rússar við afríska einræðisherra og þannig skaða efnahagsleg, pólitísk og hernaðarleg áhrif þeirra í Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“