BBC skýrir frá þessu og segir að bílsprengja hafi sprungið í bíl þessa 49 ára gamla fangelsisstjóra þegar honum var ekið á herteknu svæði í Donetsk.
Sprengjunni virðist hafa verið komið fyrir undir Toyota bíl Yevsyukov. Konan hans var með í för og særðist hún alvarlega. The Mirror segir að hún hafi misst annan fótinn.
Yevsyukov var ekki fyrsti háttsetti Rússinn, með náin tengsl við Kreml, sem Úkraínumenn hafa gert út af við. Í apríl og október drápu þeir rússneska embættismenn með bílsprengjum.