fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 04:05

Svona leit bíllinn út eftir sprenginguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergei Yevsyukov var fangelsisstjóri í Oleniyka fangelsinu en það er í daglegu tali kallað „pyntingafangelsið“. Hann var mjög harðhentur við úkraínska stríðsfanga en þeir hafa margir hverjir endað í fangelsinu. En þeir þurfa ekki að hafa meiri áhyggjur af honum því hann lést þegar bílsprengja sprakk í bíl hans. Var úkraínska leyniþjónustan þar að verki.

BBC skýrir frá þessu og segir að bílsprengja hafi sprungið í bíl þessa 49 ára gamla fangelsisstjóra þegar honum var ekið á herteknu svæði í Donetsk.

Sprengjunni virðist hafa verið komið fyrir undir Toyota bíl Yevsyukov. Konan hans var með í för og særðist hún alvarlega. The Mirror segir að hún hafi misst annan fótinn.

Yevsyukov var ekki fyrsti háttsetti Rússinn, með náin tengsl við Kreml, sem Úkraínumenn hafa gert út af við. Í apríl og október drápu þeir rússneska embættismenn með bílsprengjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna