Íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi hafa hafnað því í íbúakosningu að þýska iðnfyrirtækið Heidelberg fái leyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn.
Visir greindi fyrst frá.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er skýr. 924, eða 70,5 prósent, sögðu nei við mölunarverksmiðjunni. 374, eða 28,5 prósent, sögðu já.
Málið var mjög umdeilt, en til stóð að sækja efni úr fjallinu Litla-Sandfelli og flytja út til Evrópu til sementsframleiðslu. Stór orð hafa fallið í málinu og meðal annars hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri verið sakaður um spillingu í málinu. Elliði sagðist hins vegar ekki gefa upp afstöðu í málinu í aðdraganda íbúakosningarinnar.