fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Eyjan
Mánudaginn 9. desember 2024 19:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegt útgáfustarf hefur verið á vegum Háskóla Íslands á þessu ári. Kennarar og nemendur við skólann eru iðnir við að búa til útgáfu rit af ýmsu tagi. Margt af því tengist rannsóknarskyldu kennara við skólann, sem er akademísk stofnun og gerir kröfur til kennara í samræmi við það.

Í námsbraut í sagnfræði við Háskóla Íslands sitja menn ekki auðum höndum. Á dögunum var greint frá því á vef Háskólans að út hefðu komið á árinu sem er að líða tíu bækur á vegum kennara í sagnfræði og nemenda þeirra.

Nýjasta bókin er eftir Val Ingimundarson og nefnist Iceland’s Arctic Policies and Shifting Geopolitics.

Eftir Sverrir Jakobsson kom út bókin Medieval Iceland og Sigurður Gylfi Magnússon er einn þriggja höfunda að bókinni Disability Studies Meets Microhistory sem fjallar um þá merkilegu konu Bíbí í Berlín.

Guðmundur Jónsson stóð að útgáfu bókar sem nefnist Ástand Íslands um 1700, Erla Hulda Halldórsdóttir skrifaði bókina Strá fyrir straumi um stormsama ævi Sigríðar Pálsdóttur og Már Jónsson gaf út merkilegar heimildir sem ekki höfðu birst áður um frægustu morðmál Íslandssögunnar – Illugastaðarmálið og morðin á Sjöundá – ásamt Jóni Torfasyni.

Loks er þarna að finna þrjár bækur sem nemendur í sagnfræði gáfu út, bók Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar íþróttafréttamanns á RÚV um Ólympíuleikana í London 1948, bók um Lýðræði í mótun eftir Hrafnkell Lárusson og loks er það bókin Nú blakta rauðir fánar eftir Skafta Ingimarsson.

Ragnheiður Kristjánsdóttir ritstýrði svo bókinni Suffrage, Capital, and Welfare.

Ofangreindar bækur eru allt útgáfur sem byggja á áralöngum rannsóknum.

Það er því greinilega ekki slegið slöku við á sagnfræðisviði Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum