Assad ríkti sem einræðisherra í Sýrlandi í tæpan aldarfjórðung og er hann sagður hafa sankað að sér allskonar lúxusbifreiðum í gegnum árin.
CNN birti meðfylgjandi myndband á vef sínum í gærkvöldi en það ku hafa verið tekið skammt frá forsetahöllinni í Damaskus, nánar tiltekið í al-Mazzeh hverfinu.
Í frétt CNN kemur fram að þar inni hafi verið 40 lúxusbílar af ýmsum gerðum, til dæmis Ferrari F50 sem kostar nokkur hundruð milljónir króna. Á myndbandinu sést einnig Lamborghini, Rolls Royce og Bentley sem og hefðbundnari ökutæki frá framleiðendum á borð við Mercedes Benz og BMW og Audi.
Eins og komið hefur fram hefur Bashar al-Assad, eiginkona hans og þrjú uppkomin börn fengið pólitískt hæli í Rússlandi.
Syrians film inside one of the garages of Bashar al-Assad featuring fleets of luxury cars worth millions of dollars.
— Oli London (@OliLondonTV) December 8, 2024