fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 17:30

Shaurn Thomas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shaurn Thomas, fimmtugur Bandaríkjamaður, sem komst í heimsfréttirnar árið 2017 er á leið í fangelsi. Thomas þessi komst í heimsfréttirnar árið 2017 þegar honum var sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið saklaus á bak við lás og slá í 24 ár fyrir morð.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta mann til bana árið 1990 en hélt ávallt fram sakleysi sínu.

Samtökin Innocence Project unnu að málinu og fór svo að honum var sleppt úr fangelsi 2017, auk þess sem hann fékk rúmar fjórar milljónir Bandaríkjadala í bætur.

En nú hefur Thomas játað á sig annað morð en hann var handtekinn nokkrum vikum eftir að hinn 38 ára gamli Akeem Edwards var skotinn til bana þann 3. janúar 2023. Mun hann hafa skotið Akeem til bana vegna 1.200 dollara fíkniefnaskuldar.

Bað Shaurn manninn um að selja fyrir sig kókaín og átti maðurinn að skila 1.200 dollara hagnaði af sölunni til hans. Það gerði hann hins vegar ekki.

Játaði Thomas sök í málinu síðastliðinn fimmtudag og verður dómur yfir honum kveðinn upp í febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“