fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Vilja hleypa ferðamönnum inn á stað sem geymir hrikalega sögu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 10:30

Jonestown.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Gvæjana á norðurströnd Suður-Ameríku skoða það nú gaumgæfilega hvort breyta eigi einum „myrkasta“ stað landsins í ferðamannastað.

Þorpið Jonestown þekkja ef til vill margir en það var lítið þorp í norðvesturhluta landsins þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins Peoples Temple bjuggu. Um var að ræða bandarískan söfnuð en leiðtogi hans, Jim Jones, flutti söfnuðinn til Gvæjana árið 1974 eftir að bandarísk yfirvöld hófu rannsóknir á meintum skattsvikum hans.

Jim lofaði meðlimum safnaðarins gulli og grænum skógum en líf íbúa var enginn dans á rósum þar sem vinnudagar voru langir og lítið til að borða. Árið 1978 létust um 900 meðlimir safnaðarins, þar á meðal hátt í 300 börn sem voru myrt með eitri.

Sjá einnig: Jonestown-fjöldamorðin og fjöldasjálfsvígin

Í frétt AP kemur fram að ferðaþjónustufyrirtæki, sem nýtur stuðnings yfirvalda, vilji breyta Jonestown í ferðamannastað. Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta enda og vilja gagnrýnendur meina að verið sé að sverta minningu fórnarlamba þeirra sem létust í Jonestown.

„Við teljum að það sé kominn tími á þetta. Það eru svona staðir út um allan heim sem geyma myrka sögu,“ segir Rose Sewcharran, framkvæmdastjóri Wanderlust Adventures, og bendir á Auschwitz máli sínu til stuðnings.

Í frétt AP er rædd við Jordan Vilchez sem flutti til Jonestown þegar hún var 14 ára gömul. Hún yfirgaf Jonestown daginn áður en hörmungarnar dundu yfir en missti tvær systur sínar og tvo frændur.

Vilchez, sem er 67 ára, segir að Gvæjana eigi allan rétt á að gera það sem yfirvöld vilja á svæðinu. „En á hinn er nauðsynlegt að sýna því virðingu að þarna var fólk platað í dauðann,“ segir hún og bætir við að nauðsynlegt sé að ferðamenn séu vel upplýstir um það sem nákvæmlega átti sér stað og af hverju svo margir kusu að fylgja Jim Jones.

Svæðið sem hýsti Jonestown er mjög afskekkt og aðeins er hægt að komast þangað með þyrlu eða báti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“