fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Spáir því að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir jól – „Góður andi og traust“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til þess að ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins taki við völdum hér á landi áður en langt um líður. Þetta er að minnsta kosti mat heimildarmanns Morgunblaðsins sem blaðið ræðir við í dag.

Viðræður flokkanna þriggja eru sagðar ganga prýðilega og segir hinn ónafngreindi heimildarmaður að viðræðurnar muni að öllum líkindum klárast fyrir jól. Því gæti farið svo að ný ríkisstjórn taki við völdum innan tveggja vikna.

Blaðið hefur heimildarmanni sínum að engar óyfirstíganlegar hindranir hafi orðið á vegi þeirra Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland. Búist er við því að þær þrjár hittist í dag til að halda viðræðunum áfram en þær tóku sér langþráð frí í gær.

Hefur blaðið eftir heimildarmanni sínum að „góður andi og traust“ ríki í viðræðunum og engar blikur á lofti. Þó sé talsverð vinna eftir við að koma saman stjórnarsáttmála eins og gengur og því líklegt að sú vinna taki einhverja daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“