fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Velgjörðarmaður Viktoríu biðlar til utanríkisráðherra – „Allslaus án fatnaðar, nauðsynja og peninga á götum borgarinnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Gestsson, sem liðsinnt hefur rússnesku konunni Viktoríu Floresku, hefur sent bréf til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, þar sem hann óskar eftir tafarlausum flutningi Viktoríu aftur til Íslands frá Georgíu. 

Viktoría hefur búið á Íslandi í hátt í sjö ár, þar af síðustu fjögur á heimili Gunnlaugs í Garðabæ, þar sem dóttir hans býr líka, eftir að hún flúði ofbeldi fyrirverandi eiginmanns síns. Viktoría hefur unnið að landgræðslu og dýravernd hér á landi. Hefur hún skapað sér afar gott orðspor og margir eru tilbúnir að vitna um mannkosti hennar, m.a. heiðarleika og dugnað.

Þann tíma sem Viktoría hefur búið hér á landi hefur hún árangurslaust sótt um dvalarleyfi og ríkisborgararétt á Íslandi. Í síðustu viku var hún handtekin og haldið í 15 tíma í gæsluvarðhaldi. Því næst var henni flogið til Parísar í fylgd fjögurra íslenskra lögreglumanna og þaðan til Tbilisi í Georgíu. Þar var Viktoría skilin eftir í reiðileysi á flugvellinum en hún hefur engin tengsl við Georgíu.

Sjá einnig: Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Gunnlaugur telur handtöku Viktoríu og brottflutning hennar til Georgíu vera ólöglegan gjörning og hann biður utanríkisráðherra að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt og Viktoría flutt aftur hingað til lands. Í bréfi Gunnlaugs segir meðal annars:

„Undirritaður talsmaður Viktoriiu Floresku sem sett var á götuna í Tblisi Georgiu óskar vinsamlegast eftir tafarlausum flutningi hennar til baka til Íslands. Erindið er brýnt.
Viktoriia er allslaus án fatnaðar, nauðsynja og peninga á götum borgarinnar í boði íslenskra stjórnvalda!  Hún er án nokkurra tengsla við Georgíu og á ekkert erindi þangað. Brottflutningurinn og aðdragandi hans er ólögmætur.
Óskað er jafnframt eftir upplýsingum um hvort samningur sé milli Íslands og Georgíu um móttöku hælisleitenda frá Rússlandi sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á Íslandi?
Við óskum hér með eftir að utanríkisráðherra beiti sér fyrir því að hún verði flutt tafarlaust heim til fjölskyldu sinnar á Íslandi.
Hjálagt er erindi til fyrrum lögmanns Viktoriu, til einfaldrar glöggvunar á þessu máli. Kvörtun hefur einnig verið send Umboðsmanni Alþingis til sérstakrar skoðunar.
Fram kemur í þessum sjónarmiðum mínum að hljóð og mynd fara ekki saman þegar UTL túlkar Rússland sem „öruggt“ ríki auk annarra atriða sem stjórnvöld hafa ekki sinnt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla