Hefur það hörmuleg áhrif á tennurnar eða ráða þær og munnurinn við að sleppa þessu öðru hvoru?
Í umfjöllun Healthline kemur fram að þetta sé nú ekki hrein ávísun á hörmungar en geti þó endað illa.
Munnurinn okkar er eins og lítið vistkerfi með bakteríum, munnvatni og matarleifum sem viðhalda ákveðnum jafnvægi.
Þegar þú sefur minnkar munnvatnsframleiðslan mikið og það hefur ákveðin áhrif því munnvatnið gerir sýrur hlutlausar og skolar bakteríum í burtu.
Ef þú gleymir að bursta tennurnar, þá leika bakteríurnar lausum hala og mynda límkennda himnu sem leggst á tennurnar. Þetta er óþægilegt og getur valdið tannskemmdum og vanda fyrir tannholdið.
Þegar bakteríurnar í þessari himnu brjóta niður sykur og kolvetni úr máltíðum dagsins, þá framleiða þær sýru sem getur valdið skemmdum á glerungnum og pirrað tannholdið.
En er mjög slæmt ef maður burstar ekki eitt kvöld? Ef þú burstar ekki tennurnar örsjaldan, eitt og eitt kvöld, þá eru afleiðingarnar ekki mjög miklar. Þú vaknar kannski með óbragð í munninum eða finnst tennurnar eitthvað skrítnar. En góð tannburstun að morgni leysir þetta.
En afleiðingarnar eru háðar almennri tannhirðu þinni. Ef þú venur þig á að sleppa tannburstun, sérstaklega að kvöldi til. Það getur orðið til þess að óhreinindi safnist fyrir í munninum til tilheyrandi andfýlu, tannskemmdum og tannholdsbólgu.
Af hverju er tannburstun að kvöldi til svo mikilvæg? Ástæðan er að þá er dagsskammtur af bakteríum og matarleifum í munninum. Ef þetta er ekki fjarlægt, þá hafa bakteríurnar nóttina til að framleiða sýru og brjóta glerunginn niður. Tannburstun að morgni hreinsar munninn og dregur úr andfýlunni en tannburstun að kvöldi til er grunnurinn að heilbrigðum tönnum.
Ef þú gleymir að tannbursta að kvöldi þá er hægt að bæta stöðuna næsta morgun með því að tannbursta vel með flúortannkremi og nota tannþráð til að fjarlægja matarleifar og annað á milli tannanna. Ef þér finnst tennurnar enn skítugar, þá skaltu nota munnskol til að bæta stöðuna.
Það er sem sagt ekki ávísun á hreinar hörmungar að gleyma að tannnbursta eitt kvöld en það er mikilvægt að láta það vera bara vera eitt kvöld og halda áfram með góða tannhirðu. Hún snýst um stöðugleika og það er þín eigin frammistaða sem tryggir á endanum heilbrigðar tennur og tannhold.