fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Pressan
Laugardaginn 21. desember 2024 21:00

Dökkt súkkulaði er hollt ef þess er neytt í hófi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru til ýmsar fæðutegundir sem hjálpa til við að hreinsa æðarnar og vernda hjartað og því ekki úr vegi að neyta þeirra.

Þetta segir hjartalæknirinn Roque Savioli í færslu á Instagram og segir frá fimm af þessum fæðutegundum.

Það er því ekki slæm hugmynd að hafa þessar fæðutegundir sem hluta af mataræðinu, sérstaklega ef þú vilt hafa heilbrigði hjartans í fyrirrúmi.

Sardínur eru á listanum því þær innihalda mikið af omega-3 og coenzym Q10 sem vernda hjartað og vöðvana. Savioli ráðleggur fólki einnig að borða fisk tvisvar í viku.

Rauðbeður eru einnig á listanum en Savioli segir að það verði þó að borða þær hráar til að hámarka gagnsemi þeirra.

Kál inniheldur mikið af magnesíum sem verndar hjartað og vinnur gegn verkjum. Það er því þess virði að borða meira kál ef þú vilt innbyrða meira magnesíum.

Súkkulaði er einnig á listanum en þó aðeins dökkt súkkulaði, það er súkkulaði sem inniheldur að minnsta kosti 70% kakó. Savioli ráðleggur fólki að borða um 10 grömm af slíku súkkulaði þrisvar á dag eða 30 grömm á dag. Það er nú líklega ekki mjög erfitt að gera súkkulaði að hluta af daglegri neyslu sinni því fáir hafa nokkuð á móti því að borða súkkulaði.

Yacon-kartöflur eru einnig á listanum en það er nú kannski ekki auðvelt að verða sér úti um þær hér á landi. Þær eru upprunnar frá Andesfjöllunum og eru góðar fyrir fólk með sykursýki og hjartasjúkdóma vegna andoxunarefnanna í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld