fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Pressan
Sunnudaginn 22. desember 2024 07:30

Fótspor tegundanna tveggja. Mynd:Kevin Hatala/Chatham University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað sagði Homo erctus við Paranthropus boisei þegar þeir hittust á sléttum Kenía fyrir 1,5 milljónum ára?

Þetta hljómar kannski eins og byrjunin á þróunarbrandara en í raun gæti þetta verið eðlileg spurning því vísindamenn hafa fundið tvö fótspor frá þessum fjarskyldu ættingjum okkar á sama svæðinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rutgers háskólanum að sögn videnskab.dk.

Fótsporin fundust þar sem nú er Turkanavatnið í norðurhluta Keníu. Einstaklingarnir, sem fótsporin eru eftir, gengu báðir uppréttir og hittust hugsanlega þegar þeir voru þarna á ferð. Þetta einstaklingar af tveimur tegundum manna sem tilheyra þróunarlínu okkar nútímamannanna.

Niðurstöður þrívíddarrannsókna og rannsóknir á fótsporunum benda til að þessir tveir einstaklingar hafi verið á svæðinu á sama tíma eða með nokkurra klukkustunda millibili.

Kevin Hatala, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir í fréttatilkynningu að með þessum gögnum sjáist hvernig ferðir fólks voru fyrir milljónum ára og hvernig það átti hugsanlega í samskiptum við annað fólk og jafnvel við dýr. Þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að lesa í út frá beinum eða steinverkfærum.

Vísindamennirnir telja að tegundirnar tvær hafi líklega vitað af hvor annarri á svæðinu og hafi hugsanlega áttað sig á að um tvær mismunandi tegundir væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“