fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Pressan
Sunnudaginn 22. desember 2024 19:30

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainpictures

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komið að því (ef það er ekki nú þegar búið að því) að setja jólatréð upp á góðum stað. Það verður oft miðpunktur athyglinnar enda fallegt með sínu fallega skrauti og ljósum. En það þarf að velja staðsetningu þess vel, bæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og út frá örygginu.

Það kemur kannski á óvart að fallegasti staðurinn fyrir tréð getur um leið verið sá hættulegasti.

Ef þú býrð svo vel að vera með arinn í húsinu þá veistu eflaust að jólatréð tekur sig vel út nærri honum en um leið getur þetta verið mjög hættuleg staðsetning. Að setja tréð nærri arninum er klassískt því blanda af daufri birtunni af logunum í eldiviðnum myndar töfrandi stemmningu í bland við skrautið á trénu. En þetta getur verið mjög hættuleg staðsetning því neistar geta hrokkið í tréð og kveikt í því. Tryggðu að það sé að minnsta kosti 1 metri á milli trésins og hitagjafans.

Jólatréð getur auðvitað sæmt sér vel við glugga, sérstaklega ef hann er stór. Serían og skrautið gleðja augað, bæði fyrir þá sem eru inni og úti. En þetta getur einnig glatt auga þjófa, sérstaklega ef gjafir eru sýnilegar undir trénu. Ef þú kýst að hafa tréð við glugga, þá skaltu forðast að láta verðmæta hluti og jólapakka sjást. Það er líka hægt að kaupa gardínur sem hleypa birtu inni en gera fólki um leið erfitt fyrir við að sjá inn í húsið.

Það þarf að setja seríu á tréð og það þarf að setja hana í samband. Þú verður að forðast að setja það upp á stað þar sem þú þarft að setja það í samband í innstungu eða fjöltengi sem mikið álag er á. Skammhlaup er ein algengasta orsök eldsvoða um jólin. Notaðu bara góðar framlengingarsnúrur og spennubreyta og fylgstu með hvort þetta sé nokkuð að ofhitna.

Þú vilt væntanlega að gestir sjái jólatréð en ef þú kemur því fyrir í þröngum gangi eða á svæðum sem mikið er gengið um, þá getur það verið slæm hugmynd. Það getur þá verið í vegi fyrir neyðarútgangi og það getur líka oltið ef börn, gæludýr eða fjarhuga gestir rekast í það.

Hafðu öryggið í fyrirrúmi og veldu stað þar sem jólatréð nýtur sín vel og öryggið er í fyrirrúmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt