Sky News segir að eftir því sem Úkraínumenn segi þá hafi Rússar nýlega misst rúmlega 2.000 hermenn á einum sólarhring, nær sú tala yfir fallna og særða.
Rússneskir ráðamenn vísa öllum tölum Úkraínumanna og Vesturlanda um mannfall þeirra á bug en birta sjálfir ekki neinar tölur og fara raunar með slíkar upplýsingar eins og ríkisleyndarmál.
Sky News hefur eftir vestrænum embættismanni að mannfallstölur Rússar „sýni grimmdarlega veruleikann í fremstu víglínu og líkist því sem gerðist við Somme“. Þar vísar hann í orustuna við Somme í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni en hún var ein sú stærsta og blóðugasta í því stríði.
Vestrænir embættismenn segja að Rússar hafi misst 2.030 menn þann 28. nóvember sem sé nýtt met hvað varðar mannfall og í fyrsta sinn sem þeir misstu rúmlega 2.000 menn á einum degi.
Meðalmannfall Rússa á degi hverjum í nóvember er sagt hafa verið rúmlega 1.500 og var það þriðja mánuðinn í röð sem þeir misstu að meðaltali rúmlega 1.500 menn á dag.