fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Pressan
Mánudaginn 9. desember 2024 07:00

Sviðsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar var rúmensk kona lokkuð til Danmerkur af rúmenskum karli og konu. Maðurinn þóttist vera ástfanginn af henni og blekkti hana til að koma til Danmerkur. Þegar þangað var komið tók hryllileg lífsreynsla við hjá konunni.

Á föstudaginn voru Jan Cercel, 45 ára, og Dobre Elena-Lavinia, 36 ára, sakfelld fyrir mansal og nauðgun og fyrir að hafa neytt konuna til að stunda vændi.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu og segir að þau hafi bæði verið dæmd í þriggja ára fangelsi og verði vísað úr landi að afplánun lokinni og mega þau aldrei aftur koma til Danmerkur.

Það var í febrúar sem konan var lokkuð til Danmerkur undir því yfirskini að um frí væri að ræða. Hún bjó heima hjá Cercel í Brøndby og það var einmitt þar sem hún var neydd til að stunda vændi.

Hún var beitt ofbeldi og skilríki hennar voru tekin af henni.

En það var ekki nóg með að hún væri neydd til að stunda vændi, því Cercel og Lavinia nauðguðu henni í sameiningu og neyddu hana til að veita þeim báðum munnmök.

Þau voru dæmd eftir mansalsákvæði dönsku hegningarlaganna en mjög sjaldgæft er að því ákvæði sé beitt því yfirleitt gengur illa að sanna að um mansal hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun