Michail Antonio, leikmaður West Ham, var fluttur á sjúkrahús í dag eftir hræðilegt atvik sem átti sér stað nálægt London.
Antonio lenti í hörðum árekstri undir stýri og er bifreið hans mjög illa farin eins og má sjá á myndunum hér fyrir ofan og neðan.
Óljóst er hversu alvarlega Antonio er slasaður en hann verður ekki með West Ham sem mætir Wolves á mánudag.
Antonio er 34 ára gamall en hann hefur undanfarin níu ár spilað með West Ham og er landsliðsmaður Jamaíka.
Michail Antonio has been involved in a serious car crash in Essex near London and got airlifted to hospital. Terrible news, hoping for the best 🤞🏼 pic.twitter.com/6zTCORkbQK
— Football Hub (@FootbalIhub) December 7, 2024