Eigendur Chelsea eru lítið að spá í því að vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili að sögn Daily Mail í dag.
Chelsea er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur komið mörgum á óvart á tímabilinu til þessa.
Enzo Maresca er stjóri Chelsea og tók við í sumar en hann talar sjálfur um að markmið félagsins sé ekki að hafa betur gegn Liverpool, Arsenal eða Manchester City.
Þrátt fyrir góða byrjun eru eigendur Chelsea rólegir og er verkefni Maresca aðeins að komast í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.
Chelsea er sjö stigum á eftir Liverpool sem er á toppnum og hefur aðeins tapað tveimur leikjum á leiktíðinni.