fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Fókus
Laugardaginn 7. desember 2024 13:30

Teddi Smith. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teddi Smith er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Teddi glímdi lengi við fíknivanda og var orðinn góðkunningi lögreglunnar. Segja má að hann hafi náð botninum eftir að hafa verið handtekinn vopnaður í húsgagnaverslun, af sérsveitinni. Eftir það náði hann loks bata og tökum á lífi sínu með heildrænni öndun, hugleiðslu og svetti sem hann kynntist á Litla Hrauni, í Bataakdemíu Tolla Morthens myndlistarmanns. Í dag er hann leiðbeinandi í slíkri öndun og svetti.

Í kynningarstiklu með broti úr þættinum sem er öllum aðgengileg á Youtube segir Teddi m.a. svo frá önduninni:

„Mín saga er búin að vera rosaleg. Í alls konar áttir og ég er búinn að þurfa að glíma við alls konar og varð vitni að mörgu. Þá er alltaf „breathworkið“ (öndunin, innsk. DV). Því meira sem þú leggur í „breathworkið“ þá er alltaf sama útkoman. Tengingu við sjálfan þig.“

Teddi segir að heildræn öndun gagnist mjög í glímu við þunglyndi og vanlíðan. Margir sem tileinki sér heilræna öndun komist dýpra í sitt tilfinningalega líf.

Öndunin hafi gagnast honum sjálfum í baráttunni við fíknina en það hafi þá verið ljóst að ef hún ætti að vinnast yrði hann að fá eitthvað meira en hefðbundin meðferðarúrræði:

„Það fylgir þessu svo mikill gleðigjafi. Það er svo gott að líða vel.“

Teddi beitir þó ekki einungis öndun heldur leggur hann einnig áherslu á gildi hugleiðslu.

Fíknin stjórnaði honum

Teddi segir fíknisjúkdóminn lengi hafa stýrt lífi hans:

„Með margar meðferðir að baki og fangelsi. Marga botna.“

Teddi er 38 ára gamall og segir í þættinum að hann hafi fyrst farið í meðferð þegar hann var 19 ára:

„Þá var ég í kannabisreykingum.“

Næstu 15 ár hafi síðan einkennst af sífellt harðnandi fíkniefnaneyslu.

Frosti rifjar með Tedda upp myndband sem birtist af þeim síðarnefnda á TikTok þar sem sjá mátti hann ásamt öðrum í bíl sem var eltur af lögreglunni:

„Ég var náttúrulega bara lyfjaður og undir áhrifum og fékk að finna fyrir því.“

Vildi ekki að sérsveitin óhreinkaði skónna hans

Teddi segist vera þakklátur fyrir að hafa ekki valdið slysi í þetta sinn en hann var undir stýri. Hann rifjar það upp að hann hafi verið í nýjum skóm og hafi reiðst sérsveitinni þegar hún stöðvaði loks aksturinn og handtók hann því hann hafi ekki viljað að skórnir yrðu óhreinkaðir.

Í myndbandinu sést Teddi hrista hausinn yfir því að þetta hafi verið honum efst í huga á þessum tímapunkti.

Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Teddi kom við sögu lögreglu:

„Ég er búinn að vera oft í fangaklefa.“

Í þetta skipti hafi hann raunar verið settur í síbrotagæslu.

Teddi segir að hann hafi í raun þurft mjög á því að halda að vera settur í fangelsi.

Sofandi vopnaður í húsgagnaverslun

Því næst í brotinu er vikið sögunni að síðasta skiptinu sem Teddi var handtekinn:

„Þá var ég sofandi í húsgagnabúð vopnaður. Ég vakna bara við tvo gæja, víkingasveitina með skjöld. Ég er bara sofandi þarna í einhverjum sófa. Þar fer ég inn í … hitti lögfræðing og þá er að renna af mér. Búinn að vera vakandi í fleiri, fleiri daga. Hrynjandi niður úr næringarskorti.“

Teddi fór síðan á Litla Hraun og lýsingar hans á lífinu þar eru ekki fagrar. Hann líkir því við dýragarð. Margir fanganna hafi greinilega verið í virkri fíkniefnaneyslu og hann sjálfur verið dauðhræddur.

Teddi segir að á þessum tímapunkti hafi hann ákveðið að nú skyldi hann ná sér úr viðjum fíkninnar. Hann hafði fram að þessu oft farið í meðferð en alltaf endað aftur í neyslu.

Á Litla-Hrauni kynntist Teddi síðan hugleiðslu og öndun í Bataakdemíunni, ásamt nokkrum öðrum föngum, sem myndlistarmaðurinn Tolli Morthens hefur haldið úti:

„Vá, hvað ég er þakklátur fyrir að hafa farið og verið með þeim og fengið að vaxa með þeim.“

Hann segir Tolla sinn helsta kennara.

Myndbandið úr þættinum er hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?