Carlo Ancelotti telur að hann sé að fá ósanngjarn meðferð frá sumum blaðamönnum á Spáni en hann er þjálfari Real Madrid.
Ancelotti er undir pressu þessa stundina en gengi Real hefur ekki verið gott undanfarið og hefur liðið tapað fimm leikjum í vetur.
Ítalinn skilur að Real sem lið fái gagnrýni fyrir frammistöðuna en er einnig á því máli að þeir spænsku séu að beina öllum spjótum að sér og sinni framtíð.
,,Það er eðlilegt að það sé talað um okkur því við erum ekki upp á okkar besta. Þetta er gagnrýni og ég þarf að taka henni,“ sagði Ancelotti.
,,Eftir að hafa sagt það þá er það mín skoðun að þið séuð að skjóta of mikið á mig, kannski eruð þið orðin þreytt á mér. Ég er ekki orðinn þreyttur í þessu starfi.“
,,Þið eruð að skjóta beint á mig. Ég lifi í þessum heimi, ekki í öðrum heimi. Ég á það til að lesa það sem þið skrifið.“