fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Prufukeyra nýja reglu sem enska úrvalsdeildin vill nota – Hornspyrna dæmd ef þetta gerist

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2024 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin er að skoða það að setja inn nýja reglu á næstu þremur árum og er það regla sem margir eru hrifnir af.

Reglan tengist markvörðum deildarinnar sem eru oft duglegir í að tefja leiki og þá sérstaklega þegar lítið er eftir á klukkunni.

Samkvæmt enskum miðlum er þessi regla nú þegar í notkun í Möltu og í deild varaliða á Englandi.

Þessi nýja regla sem er nú verið að prufukeyra er nokkuð einföld en ef markvörður skilar ekki boltanum í leik á átta sekúndum þá fær andstæðingurinn hornspyrnu.

Enska deildin vill koma í veg fyrir að lið í betri stöðu í sínum leikjum byrji að tefja og gæti þessi regla svo sannarlega hjálpað til í þeim málum.

Dómarinn myndi telja niður um leið og markvörðurinn er með boltann og ef hann er ekki í leik innan við átta sekúndna þá verður öðru liðinu refsað.

Samkvæmt nýjustu fregnum stefnir úrvalsdeildin á að að taka þessa reglu í gildi á næstu þremur tímabilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands