fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Heimasíða Virðingar dularfull og illfinnanleg á netinu – „Við munum grípa til allra þeirra ráða til þess að stöðva þetta“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. desember 2024 10:30

Heimasíða Virðingar finnst ekki með einföldu gúggli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimasíða Virðingar dularfull og illfinnanleg á netinu – „Við munum grípa til allra þeirra ráða til þess að stöðva þetta“

Félagið Virðing, sem gert hefur umdeildan kjarasamning við SVEIT, félag sem sumir veitingamenn eru í, titlar sig sem stéttarfélag en heimasíða félagsins er hálf falin og mjög takmarkaðar upplýsingar þar að finna. Ekkert símanúmer er gefið upp á síðunni og ekki næst í framkvæmdastjóra. ASÍ telur heiti hins nýja félags ósvífni og innan verkalýðshreyfingarinnar er rætt um málsókn gegn því.

„Við erum að undirbúa frekar aðgerðir. Við erum að ráðfæra okkur við lögmenn og erum í miklum samskiptum við Alþýðusambandið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem vakti athygli á hinu nýja félagi og samningi þess við félagið SVEIT í vikunni.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir næstu skref rædd innan verkalýðshreyfingarinnar. Mynd/Ernir

Veitingamenn, og fólk þeim tengt situr í stjórnum beggja félaga og mikil tengsl eru á milli félaganna, bæði fjölskyldu og eignatengsl. Efling hefur lýst Virðingu sem gulu stéttarfélagi, það er stéttarfélagi sem er stjórnað af atvinnurekendunum sjálfum en ekki launafólki. Hefur Efling varað við Virðingu og hvatt fólk sem fær boð um að ganga í félagið til að tilkynna það til Eflingar. Kjarasamningur sé mun lakari, og meðal annars sé vinna til 20 á kvöldin og á laugardögum skilgreind sem dagvinna.

Nafngiftin ósvífni að mati ASÍ

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gaf út yfirlýsingu í gær þar sem tekið var undir sjónarmið Eflingar. Var nafngiftin Virðing sögð ósvífni.

„Félög af þessum toga eru ekki stéttarfélög í skilningi  Stjórnarskrár Íslands, laga nr. 80/1938 eða í skilningi mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Nú þegar eru í gildi löglegir kjarasamningar fyrir yfirgnæfandi meirihluta þess launafólks sem í þessum geira vinnur um land allt, þ.m.t. fyrir yfirgnæfandi meirihluta þess launafólks sem vinnur hjá aðildarfyrirtækjum SVEITAR og sem eru félagsmenn í Eflingu og öðrum stéttarfélögum innan ASÍ,“ sagði í tilkynningunni.

Rætt við lögmenn um næstu skref

Til umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar eru næstu skref, sem kunna að vera málarekstur gegn hinu nýja félagi.

Sjá einnig:

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

„Það er samtal í gangi innan hreyfingarinnar og á milli lögmanna um hver næstu skref verði. En við munum grípa til allra þeirra ráða til þess að stöðva þetta,“ segir Sólveig Anna.

Framkvæmdastjóri svarar ekki

Heimasíða Virðingar kemur ekki upp við einfalda leit á leitarvél eins og Google. DV fékk upplýsingar um lénið, virdingstettarfelag.is, en þar var litlar upplýsingar að finna.

Valdimar Leó Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og Frálslynda flokksins er skráður framkvæmdastjóri og tengiliður Virðingar. DV hefur ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mynd/Skautasamband Íslands

Ekkert símanúmer félagsins er skráð á síðunni en Valdimar Leó Friðriksson, fyrrverandi þingmaður, titlaður framkvæmdastjóri og tengiliður. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Valdimar símleiðis á undanförnum dögum en ekki er svarað í símann. DV sendi einnig fyrirspurn á það netfang sem upp er gefið á heimasíðunni en engin svör hafa borist.

Fábrotin og falin heimasíða

Starfsfólk á veitingastöðum á Íslandi er að stórum hluta innflytjendur, margir hverjir óvissir um réttindi sín á íslenskum vinnumarkaði. Engu að síður er heimasíða Virðingar, þar sem finna má kjarasamninginn, aðeins á íslensku en ekki á til dæmis ensku og pólsku eins og heimasíða Eflingar er þýdd á. Lén heimasíðu Virðingar er skráð á lögfræðiskrifstofu.

Á heimasíðunni er sagt að Virðing reki orlofssjóð en ekkert nánar útlistað um það. Engin orlofshús koma fram. Ekkert er heldur sagt um neina styrktarsjóði, útgáfur eða áætlanir en sagt er að félagsmönnum verði boðið upp á námskeið í framtíðinni, þó ekki tilgreint hvenær.

Virðing er sögð vera með heimilisfang að Ármúla 6. Skjáskot/ja.is

Félagið er sagt hafa heimilisfang að Ármúla 6 í Reykjavík en ekkert er að finna í símaskrá um félagið á því heimilisfangi, né öðru. Ekki er uppgefinn neinn opinn skrifstofutími. Myndirnar á heimasíðunni eru ekki teknar af íslensku starfsfólki veitingastaða, heldur fengnar frá Pexels, fríum erlendum myndabanka á netinu.

Sjá einnig:

Nafntogaðir veitingamenn á meðal þeirra sem Efling hefur blásið í herlúðra gegn

Hins vegar eru ítarlegar skýringar á iðgjöldum félagsins og bankareiknings upplýsingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur