Lauren James systir Reece James fyrirliða karlaliðs Chelsea er í sömu meiðslavandræðum og hann og verður nú lengi frá.
Lauren er leikmaður Chelsea líkt og bróðir sinn en hún er í vandræðum með líkama sinn.
Lauren hefur misst af síðustu átta leikjum Chelsea og fjórum leikjum Englands. Ljóst er nú að hún spilar ekki fyrr en á næsta ári.
Reece hefur á sama tíma verið að meiðast ítrekað og er nú enn á aftur meiddur.
„Hún spilar ekki aftur á þessu ári,“ segir Sonia Bompastor þjálfari kvennaliðs Chelsea.